Segðu bless við svitann
með miraDry

Miradry er byltingarkennd meðferð sem ætlað er að draga varanlega úr svitamyndun, lykt og hárvexti í handarkrikum.
Óhófleg svitamyndun
Óhófleg svitamyndun

HVAÐ ER MIRADRY?

Byltingarkennd ný meðferð við óhóflegri svitamyndun. Meðferðin er framkvæmd í staðdeyfingu og tekur u.þ.b. 75 mínútur.

Tæknin byggir á örbylgjutækni sem fjarlægir svitakirtla og hársekki í handakrikum. Meðferðin minnkar eða tekur í burtu svitamyndun og svitalykt undir höndum sem og hárvöxt í aðeins einni meðferðalotu.

DEYFA
01.
Svæðið er staðdeyft áður en meðferð hefst.
MERKJA
02.
Svæðið er merkt með sérstöku skapalóni.
MEÐHÖNDLA
03.
Svæðið er meðhöndlað með miraDry til að eyða lykt og svita undir handakrikum.
DEYFA
01.
Svæðið er staðdeyft áður en meðferð hefst.
MERKJA
02.
Svæðið er merkt með sérstöku skapalóni.
MEÐHÖNDLA
03.
Svæðið er meðhöndlað með miraDry til að eyða lykt og svita undir handakrikum.

MIRADRY

miraDry er eina meðferðin sem samþykkt er af Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) sem getur dregið verulega úr svitamyndun, lykt og hárvexti í handakrikum. Klíniskar rannsóknir hafa sýnt að hægt er að minnka svitamyndun í handarkrikum að meðaltali um 82% eftir tvær meðferðarlotur. Líkt og með allar læknisaðgerðir getur árangur verið mismunandi hjá sjúklingum.

82

%

Minni svitamyndun eftir
12 mánuði

88

%

Segja lykt ekki lengur
angra sig eftir 12 mánuði

ALGENGAR SPURNINGAR

MiraDry er meðferð án skurðaðgerðar sem ætlað er að draga varanlega úr svitamyndun, lykt og hárvexti í handarkrikum1,2 með aðeins einni meðferðarlotu, en besti árangur næst með tveimur meðferðarlotum. Klínískar rannsóknir hafa sýnt að hægt er að minnka svitamyndun í handarkrikum að meðaltali um 82% eftir tvær meðferðarlotur. Líkt og á við um allar læknisaðgerðir getur árangur verið mismunandi hjá sjúklingum.

Niðurstöður meðferðarinnar eru mismunandi milli einstaklinga. Hugsanlega telur þú þörf á fleiri meðferðum til að ná þeim árangri sem þú óskar eftir. Hugsanlega finnur þú engan greinilegan mun eftir aðgerðina, þó það sé mjög ólíklegt. 

Klínískar rannsóknir hafa sýnt að hægt er að minnka svitamyndun í handarkrikum að meðaltali um 82% með tveimur meðferðarlotum. Líkt og á við um allar læknisaðgerðir getur árangur verið mismunandi hjá sjúklingum.

Eins og á við um flestar læknismeðferðir fylgja þessari meðferð bæði áhættuþættir og aukaverkanir. Þú gætir fengið marbletti þar sem deyfilyfinu er sprautað inn. Einnig getur þú fundið fyrir skjálfta, dofa eða náladofa í handleggnum sem getur varað í allt að 24 klukkustundir. 

Eftir meðferðina gætir þú fundið fyrir eftirfarandi einkennum undir húð á meðferðarsvæði og/eða í upphandlegg: bólgu, roða, tímabundinni tilfinningatruflun, náladofa, eymslum, máttleysi, herslum, verkjum eða hnútum. Í flestum tilvikum hverfa þessar aukaverkanir smám saman. Í sjaldgæfum tilvikum geta þær varað í nokkra mánuði. 

Yfirleitt er hægt að meðhöndla óþægindi, eymsli eða verki í handarkrika með lyfjum sem fá má án lyfseðils, eins og íbúprófeni. Í sjaldgæfum tilvikum þarf læknir hugsanlega að ávísa lyfjum.

Í sjaldgæfum tilvikum geta komið fram oflitun húðar, brunasár, sýkingar, útbrot, blöðrur, máttleysi/dofi/verkur í höndum/fingrum og breytt svitamyndun á öðrum svæðum líkamans.

Fyrsta meðferð kostar 275.000 kr.
Ef farið er í aðra meðferð kostar hún 195.000 kr.

HAFA SAMBAND

Ertu með spurningar?

HAFA SAMBAND

Ertu með spurningar?